Útskriftarsýning meistaranema í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 verður opnuð í Nýlistasafninu laugardaginn 10. október undir yfirskriftinni Forðabúr – Supply. Sýnendur eru Guðrún Sigurðardóttir, Hugo Llanes, Lukas Bury, Mari Bø, María Sjöfn, Nína Óskarsdóttir, Sabine Fischer og Sísí Ingólfsdóttir. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir

Sýningin sem stendur til sunnudagsins 22. nóvember er jafnframt lokaviðburður Útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2020 sem teygir sig að þessu sinni yfir sex mánuði.