Lífið

Þrjú þúsund sækja um vinnu í katta­at­hvarfi á grískri para­­dís

Þrjú þúsund manns sóttu um vinnu í kattaathvarfi á grískri paradísareyju. Eigendur hafa þurft að fá sjálfboðaliða til að fara í gegnum umsóknirnar og báðu fólk að hætta að sækja um.

55 kettir búa í athvarfinu Facebook/God's Little People Cat Rescue

Þegar Joan Bowell birti atvinnuauglýsingu á Facebook fyrir um viku síðan bjóst hún síst við því að innhólfið hennar myndi fyllast á svipstundu og að hún myndi þurfa að biðja fólk um að hætta að sækja um nokkrum dögum síðar.

En það er nákvæmlega það sem gerðist þegar Bowell, sem rekur kattaathvarf á grísku paradísareyjunni Syros, birti auglýsingu um að henni og manninum hennar vantaði manneskju til að vinna í athvarfinu í sex mánuði í þeirra fjarveru. Greint er frá á Guardian.

Í auglýsingunni kemur fram að manneskjan þurfi að hugsa um alla þá 55 ketti sem þar búa, þar með talið að gefa þeim að borða og drekka og að fara með þá til læknis.

„Þú munt án efa þrífast vel hérna ef þú ert manneskja sem kannt að meta náttúru og ró – og kannt að njóta þíns eigin félagsskapar. Að því sögðu þá ættirðu aldrei að vera einmana í félagsskap kattanna því búist er við því að þú búir með hluta þeirra í þínu eigin húsi. Frá fyrri reynslu hentar starfið helst einhverjum eldri en 45 ára sem er ábyrgur, áreiðanlegur, heiðarlegur og hagsýnn – og með hjarta úr gulli,“ segir í auglýsingunni sem má sjá hér að neðan. 

Starfsumhverfið er ekki af verri endanum Facebook/God's Little People Cat Rescue

Þrjú þúsund sóttu um starfið

Svo margir sóttu um starfið að Bowell neyddist til að setja aðra færslu á Facebook síðu athvarfsins þar sem hún bað fólk aðeins að sækja um ef í þeim væri heit brennandi þrá fyrir því að gera líf grískra katta betra. Þar að auki hafa hún og maðurinn hennar valið 5 sjálfboðaliða til að fara í gegnum þær tæplega þrjú þúsund umsóknir sem þeim bárust og sigta út um 50 til 100 einstaklinga sem þau ætla að velja úr. Greint er frá á The Telegraph.

Í auglýsingunni kemur meðal annars fram að vinnutíminn verði fjórar klukkustundir og að fylgi frítt húsnæði, sem launin muni þá endurspegla. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Tourette-uppi­stand til styrktar góð­gerðar­sam­tökum

Menning

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Kynningar

Léttum fólki lífið

Auglýsing

Nýjast

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Dæm­ir um trú­v­erð­ug­­leik­a þekktr­a kvik­­mynd­a­­sen­a

Lands­liðs­maður í fót­bolta selur kveðjur

Auglýsing