Lífið

Þúsundir bolla komu Khadiju á Heimsmeistara-mót kaffiþjóna

Eftir æfingar á þúsundum kaffibolla og svefleysi vegna smökkunar stóð Khadija Ósk Sraidi uppi sem sigurvergari á Íslandsmeistararmóti kaffibarþjóna og keppir fyrir Ísland á Heimsmeitararmótinu í Amsterdam.

Vinnufélagarnir Khadija og Viktor æfðu saman fyrir Íslandsmeistaramótið og Viktor fylgir vinkonu sinni í á Heimsmeistaramótið og verður henni þar til halds og trausts,

Khadija Ósk Sraidi, kaffibarþjónn hjá Kaffitár, sigraði á Íslandsmeistaramóti Kaffibarþjóna í byrjun mánaðarins. Hún verður því fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna í Amsterdam í næsta mánuði.

Vinnufélagi hennar og vinur, Viktor Ellingsson, hafnaði í öðru sæti og hann mun verða henni til halds og trausts í heimsmeistara-keppninni. 

„Ég byrjaði að smakka kaffi hjá mömmu 14 ára og fór sjálf að hella upp á svona 16 ára,“ segir Khadija sem hefur þó aðeins starfað við kaffigerð síðustu tvö ár.

Hún segir Íslandsmeistaramótið það krefjandi að tvær grímur renni jafnvel á reyndustu kaffibarþjóna. „Þú hefur 15 mínútur til að búa til fjóra nákvæmlega eins espresso, mjólkurdrykki að eigin vali og frjálsa drykki. Tíminn er því tæpur en ég var búin að undirbúa mig vel,“ segir Khadija Ósk og bætir við að mesta stressið felist í því að þurfa að tala á meðan kaffið er lagað.

„Keppendur þurfa að útskýra hráefnin sem þeir nota og bragðið á kaffinu og það ofan í öll lætin í kaffivélinni. En þetta var mjög gaman.“

Einbeiting í bland við frumlega hugsun eru lykilatriði þegar kamur að vönduðu kaffibruggi.

Khadija Ósk þótti sýna mikinn frumleika í frjálsa drykknum þar sem hún reiddi fram ferskan sumardrykk. „Frjálsi drykkurinn minn innihélt heimagert kókossíróp, ananassafa, kaffiklaka og tónik,“ segir Íslandsmeistarinn sem stefnir á að bjóða upp á drykkin á nokkrum stöðum Kaffitárs í sumar.

Nýmjólkursmygl til Hollands

Khadija Ósk segir mikla vinnu  og strangar æfingar liggja að baki góðum árangri þeirra Viktors á Íslandsmeistaramótinu. „Undirbúningurinn og stuðningurinn frá þjálfurunum okkar gerði gæfumuninn.

Við Viktor eyddum miklum tíma í æfingar sem skilaði sér að lokum en allt miðaði þetta að því að ná upp hraða, smakka og þróa drykkina áfram. Við eyddum öllum frítíma okkar í þetta síðasta einn og hálfan mánuð,“ segir Khadija og viðurkennir að suma daga hafi kaffineyslan farið fram úr hófi með tilheyrandi svefnleysi vegna ítrekaðra smakkana eftir kvöldæfingar.

„Ég fékk samt ekki nóg af kaffi, ég hef svo mikla ástríðu fyrir þessu og við Viktor urðum svo góður vinir þannig að þetta var bara gaman. Nú þarf ég bara að finna út úr því hvernig ég kem nýmjólk með mér til Amsterdam.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Langþráður draumur rættist með Kaffiskólanum

Lífið

Lattelepjandi kettir í miðbænum

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Auglýsing

Nýjast

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Auglýsing