Kynningar

Úrval gjafabóka hjá Forlaginu

Forlagið hefur mikið úrval bóka sem henta sem fyrirtækjagjafir. Þar fást allar tegundir bóka, en það sem ber hæst í útgáfu ársins eru vandaðar matreiðslubækur, ljóðabækur og stórvirkið Flóra Íslands.

Guðrún segir að úrvalið sé svo gott hjá Forlaginu að þar geti allir fundið bækur við sitt hæfi. MYND/ANTON

Við hjá Forlaginu erum afar stolt af útgáfu ársins og höfum fjöldann allan af bókum sem henta vel sem fyrirtækjagjafir, bæði stórar sem smáar, en að okkar mati er bók auðvitað besta gjöfin,“ segir Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins.

„Stórvirki ársins er Flóra Íslands. Það er ekki nokkur vafi á því. Þetta er sérlega vandað og fróðlegt rit um allar 467 tegundir íslensku flórunnar og byggist á áratuga vinnu höfunda sem eru meðal fremstu sérfræðinga landsins,“ segir Guðrún. „Bókin er aðgengileg fyrir alla og einstakar vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg gera ritið að algjöru listaverki. Þetta er svona bók sem hvert einasta heimili þarf að eiga.

Flóra Íslands er stórvirki sem fjallar um allar tegundir íslensku flórunnar. Hún byggir á áratuga vinnu sérfræðinga og er fagurlega skreytt með vatnslitamyndum.

Matreiðslubækur eru líka alltaf vinsælar til gjafa, enda vilja allir borða góðan mat og flestir hafa gaman af því að elda. Í ár erum við með nýja bók eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, „Beint í ofninn“, sem inniheldur úrval einfaldra rétta fyrir fólk sem hefur lítinn tíma til að elda en vill samt borða vel,“ segir Guðrún. „Í bókinni eru einnig ráð til að minnka matarsóun, nýta afganga og alls kyns annar fróðleikur. Svo verður Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir líka með nýja matreiðslubók í ár sem ber titilinn „Hvað er í matinn?“, en þar leggur hún upp með vikuplan fyrir önnum kafnar fjölskyldur.

Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur inniheldur ýmsan fróðleik og úrval einfaldra rétta fyrir fólk sem hefur lítinn tíma til að elda en vill samt borða vel.

Sjaldan hafa verið gefnar út jafnmargar ljóðabækur og í ár. Við erum með fjórtán ljóðabækur á útgáfulista ársins og það er alltaf við hæfi að gefa ljóð,“ segir Guðrún.

„Hjá Forlaginu er úrvalið það gott að hér geta allir fundið bók við sitt hæfi,“ segir Guðrún. „Við bjóðum auðvitað upp á alla þjónustu og pökkum bókunum inn ef þess er óskað. Allar bækur eru líka að sjálfsögðu með skiptimiða, þannig að ef bókargjöfin hittir ekki í mark er auðvelt að fá aðra bók í staðinn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Kynningar

Námskeið við allra hæfi

Kynningar

Heilsuvörur úr hafinu

Auglýsing

Nýjast

​Vinnu­heiti næstu Bond-myndar af­hjúpað

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Auglýsing