Lífið

Sunna þurfti að raka af sér hárið

Nýr, heimatilbúinn hármaski sem Sunna Rós Baxter gerði á dögunum varð til þess að hún neyddist til þess að raka hárið af sér.

Sunna mælir ekki með því að fólk sulli saman hárnæringu úr ýmsum hráefnum. Skjáskot

Tilraunastarfsemi Sunnu Rós Baxter kom henni aldeilis í hremmingar nýverið og varð til þess að hún þurfti að raka af sér hárið. 

Sunna var að koma úr sundi og setti blautt hárið beint í teygju. Líkt og flestir, sem borið hafa sítt hár um ævina, getur það verið ansi flókið að setja blautt hár í tagl og var Sunna í vandræðum með að hemja makkann þegar heim var komið. Brá hún þá á það ráð að skella heimatilbúnum hármaska að eigin uppskrift í hárið með heldur óvæntum afleiðingum. 

„Ég tel mig mjög sniðuga og hélt ég væri að fara að búa til eitthvað rosa gott,“ segir Sunna í samtali við Fréttablaðið. Afleiðingarnar voru hins vegar ekki það sem hún bjóst við, heldur heltók einn sakleysislegur flóki allt hárið á Sunnu. 

Þrjú innihaldsefni í maskanum

Innihald hármaskans djöfullega hljómar heldur sakleysislega, en í maskanum voru einungis þrjú innihaldsefni: hunang, sítróna og kókosolía. Allt vörur sem hafa verið margrómaðar fyrir að að bæta og kæra líðan fólks í hversdeginum. 

„Hárið breyttist bara í eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Þetta var eins og að koma við harðan lopa og þeim mun meira sem ég reyndi þeim mun verra varð þetta,“ segir Sunna sem kveðst hafa brugðið til ýmissa ráða til að losa hárið úr klístur, flóka prísundinni. Hún lá til dæmis með hárið í hátt i klukkustund í bala með mýkingarefni. „Ég reyndi bókstaflega allt, meir að segja borðedik. Á það ekki að bjarga öllu?“

Syrgir ekki horfið hár

Eftir sólarhrings vandræði ákvað Sunna því að bregða á það ráð að raka einfaldlega hárið af. Hún segist ekki vera mjög sorgmædd yfir þessum málalokum og syrgir ekki hárið, heldur var hún einfaldlega fegin að losna við flókann eftir harða baráttu. Hún mælir þó ekki með því að aðrir reyni þennan hármaska, þó það litla hár sem ekki lenti í hárflókanum ógurlega hafi verið mjög mjúkt. 

Sunna segir frá þessari skondnu lífsreynslu á heimasíðu sinni og í sprenghlægilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Auglýsing

Nýjast

Hatari er viðvörun

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Erna komst inn í einn virtasta lista­há­skóla Evrópu

Rosa­legt ferða­lag fíkilsins

Vargurinn sleppti heil­brigðum haferninum

Auglýsing