Iðnaðarmaður, sem fenginn hafði verið til að brjóta niður og fjarlægja borð úr Buckingham höll, þáði te úr hendi drottningarinnar sjálfrar án þess að hafa hugmynd um að það var hennar hátign sem uppvartaði hann.

Frá þessu er sagt í heimildarmyndinni Leyndarmál konungshallanna“ (Secrets of the Royal Palaces) sem sýnd er á Channel 5 í Bretlandi.

Það er Kevin Andrews, konunglegur viðhaldsmaður drottningarmóðurinnar sem segir frá þessu í myndinni.

„Smiðurinn var að taka niður borð og gat ekki séð hver var, þegar kvenmannsrödd spurði hvort ekki mætti bjóða honum tebolla,“ sagði Andrews.

„Ég vil ekki sjá þetta kjaftæði sem mér var fært hérna síðast, kínverskt postulín og rjómakönnudót.“

Þar sem smiðurinn hafði ekki hugmynd um að það var drottningin sjálf sem spurði svaraði hann: „Jú en bara smiðste, í krús með tveimur sykurmolum. Ég vil ekki sjá þetta kjaftæði sem mér var fært hérna síðast, kínverskt postulín og rjómakönnudót.“

Andrew minntist þess þegar drottningin kom inn með teið og sagði smiðnum að krúsin væri á borðinu. Hann hafi ekki litið upp og séð sjálfa drottninguna fyrr en hún var að yfirgefa salinn.