Fyrr­verandi knatt­spyrnu­kappinn, dansarinn og þúsund­þjala­smiðurinn Rúrik Gísla­son opnar sig um lífið, til­veruna og drauma­stúlkuna á Insta­gram reikningi sínum.

Rúrik er feiki­lega vin­sæll á sam­fé­lags­miðlum en fylgj­endur hans telja tæpa milljón. Hann bauð fylgj­endum sínum að spyrja hann spjörunum úr í gær þar sem hann svaraði fjöl­mörgum spurningum. Meðal spurninga sem hann fékk var drauma­fríið, drauma­hlut­verk í kvik­mynd og drauma­stúlkan.

Rúrik hefur verið einn eftir­sóttasti pipar­sveinn Evrópu eftir að hann sýndi faxið á sér á Heims­meistara­mótinu í Rúss­landi árið 2018.

Sam­kvæmt Rúrik þarf drauma­stúlkan að upp­fylla sex skil­yrði. Hún þarf að vera já­kvæð, fáguð, vin­gjarn­leg, heiðar­leg, heil­brigð og kurteis.

Mynd/Instagram

Leyniskil­yrði númer sjö er að stúlkan muni styðja hann í drauma­hlut­verkinu sem aðal­leikari í kvik­myndinni Troy sem Brad Pitt lék svo eftir­minni­lega.

Mynd/Instagram