Ís­lenska grín- og hasar­myndin Leyni­löggan, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var sýnd á kvik­mynda­há­tíðinni BFI í London klukkan 18:00 á staðar­tíma. Upp­selt var á sýninguna sam­kvæmt Auðunni Blön­dal, einum aðal­leikara myndarinnar.

„Bússi og Þor­gerður stressuð en klár á upp­selda for­sýningu í London,“ segir Auðunn í færslu á Insta­gram-síðu sinni.

Myndin hefur þegar verið sýnd á kvik­mynda­há­tíðinni Lo­carno í Sviss og á kvik­mynda­há­tíð í Sví­þjóð en hún verður frum­sýnd á Ís­landi þann 20. októ­ber.

Fjöl­margir þekktir Ís­lendingar taka þátt í myndinni sem er leik­stýrð af lands­liðs­manninum Hannes Þór Hall­­dórs­­son.

Auddi, Sveppi og Gillz fara allir með hlut­­verk í kvik­­myndinni á­­samt Steinunni Ó­­línu Þor­­steins­dóttur, Birni Hlyni Haralds­­syni og Vivian Ólafs­dóttur. Þá eru bregða einnig söngvararnir Bríet og Jón Jóns­son fyrir og lands­liðs­maðurinn Rúrik Gísla­son.