Á­kveðið upp­nám varð innan bresku krúnunnar eftir að Harry Breta­prins og eigin­kona hans, Meg­han, eignuðust soninn Archie árið 2019.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók um konungs­fjöl­skylduna eftir Kati­e Niocholl, sem er sér­fræðingur í mál­efnum fjöl­skyldunnar.

Í bókinni, The New Royalds: Qu­een Eliza­beth‘s Lega­cy and the Fu­ture of the Crown, kemur fram að Harry hafi viljað halda Archie al­farið frá sviðs­ljósi fjöl­miðla eftir að hann kom í heiminn.

Hefð er fyrir því að þegar nýr ein­stak­lingur fæðist inn í innsta hring konungs­fjöl­skyldunnar séu birtar myndir af ný­bökuðum for­eldrum við sjúkra­húsið með barnið í fanginu. For­eldrarnir segja svo nokkur orð áður en þeir halda sína leið.

Segir Kati­e að þetta sé í raun ó­skrifuð regla á milli al­mennings og bresku konungs­fjöl­skyldunnar, enda ríkir jafnan mikil eftir­vænting hjá al­menningi þegar nýr með­limur bætist í hópinn.

Harry er sagður hafa viljað rjúfa þessa hefð og halda Archie al­farið frá kast­ljósi fjöl­miðlanna. Ekki voru allir sáttir við þetta, segir Kati­e, og bætir hún við að á bak við tjöldin hafi verið tals­verð læti vegna málsins.

Kati­e segir að Harry hafi sé ekki ýkja hrifinn af bresku pressunni og honum þyki fátt skemmti­legra en að leika á hana, ef svo má segja.

Archie kom í heiminn þann 6. maí 2019 og segir Kati­e að hinir ný­bökuðu for­eldrar hafi verið á­nægðir með að Archie hefði fæðst áður en höllinni tókst að til­kynna að Meg­han væri farin upp á fæðingar­deild. Það var svo ekki fyrr en tveimur dögum seinna að fyrsta myndin birtist af Archie með for­eldrum sínum og ræddu þau við einn blaða­mann við það til­efni og var einn ljós­myndari við­staddur.

Kati­e segir að spurningar blaða­mannsins til hjónanna hafi verið á­kveðnar fyrir fram. Bætir hún við að þetta hafi verið til marks um þá gjá sem var að myndast á milli þess hvað Harry taldi sig þurfa að upp­lýsa sem einn af erfingjum krúnunnar og þess sem al­menningur bjóst við af honum.

Það var svo í janúar 2020 að Harry og Meg­han til­kynntu eins og frægt er orðið að þau ætluðu að draga sig í hlé frá hefð­bundnum störfum konungs­fjöl­skyldunnar.