Hér á ferðinni samstarfsverkefni veitingastaðarins Hnoss í Hörpu og Rammagerðarinnar sem Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari á Hnoss og Auður Gná hjá Rammagerðinni eiga heiðurinn af í samstarfi við hönnuði og listamenn á mörgum sviðum. Þær hafa staðið í ströngu í undirbúningnum fyrir HönnunarMarsinn síðustu vikur og það má með sanni segja að útkoman sé stórfengleg og eigi sér enga líka. Fyrir hönd Hnoss og Rammagerðarinnar hafa þær sett upp heilan heim íslenskrar hönnunar og matreiðslu.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss 17.jpg

Veitingastaðurinn Hnoss er í Hörpunni og er mikið prýði á fyrstu hæðinni.MYND/VALLI.

Matseðillinn alíslenskur að hætti Fanneyjar á Hnoss

Hér gefst einstakt tækifæri til að setjast niður á nýjum og glæsilegum veitingastað Hnoss í Hörpu og njóta íslenskrar hönnunar og matreiðslu í sinni ótrúlegustu mynd.

„Boðið er í alíslenskt borðhald, þar sem hráefnin kom öll beint frá býli og punktinn yfir i-ið setur síðan Rammagerðin sem býr til borðhald þar sem hver hlutur er sérhannaður fyrir þennan tiltekna viðburð. Áhugafólki um íslenska hönnun er boðið að setjast að borðum og upplifa íslenska hönnun og matreiðslu á hátt sem ekki hefur verið kynntur fyrr hér á landi,“ segir Fanney sem á heiðurinn á matseðlinum. Þegar Fanney var búin að setja saman matseðilinn fór hún til Aldísar Einarsdóttur leirlistasmiðs sem hannað borðbúnaði í stíl við hvern rétt Fanneyjar og upplifunin að fá réttina borna fram á þessum borðbúnaði er ólýsanleg. Hér fangar íslenskt handverk og matargerðarlistin augað á einstakan hátt sem á sér enga líka.

Nýstárleg upplifun á hlaðborði íslenskrar hönnunar

„Allir helstu hönnuðir okkar koma að viðburði Rammagerðarinnar og Hnoss, sem síðan tengist beint meginviðburði Rammagerðarinnar í Hörpu. Á þeim viðburði verður fólki boðið að skoða hlaðborð íslenskrar hönnunar, þar sem allt verður til sýnis sem tengist góðu borðhaldi, auk þess verður sérstakt tónverk spilað sem flytur gesti inn á óræðan veitingastað. Ilmur er síðan loka skynfærið sem nýtt verður og um rýmið mun leika lykt af góðu kaffi og sætum eftirrétti. Það ættu allir að fara mettir frá borði eftir þessa nýstárlegu upplifun,“ segir Auður.

Ilmurinn sem kemur skilningarvitunum á flug

Eitt það frumlegasta sem verður boðið uppá og kemur skilningarvitunum á flug er Fiscer ilmurinn. Fischer kemur með mjög óvenjulegt innslag inn í þennan alíslenska kvöldverð, en þróaður var sérstök desert lykt sem gestum verður boðið að ilma af í byrjun kvölds og má segja að borðhaldið byrji þar með á öfugum enda í sætum ilmi af pönnukökum og kaffi.

Hér má sjá hinn alíslenska matseðill Hnoss sem settur er saman af Fanneyju matreiðslumeistara á Hnoss en hún hefur mikla ástríðu fyrir því að nýta íslenskt hráefni og fer ótroðnar slóðir til að nálgast það besta sem völ er á að hverju sinni. Réttirnir eru bornir fram á borðbúnaði sem Aldís Einarsdóttir leirlistasmiður hannaði fyrir hvern rétt fyrir sig:

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss 01.jpg

Grjónagrautur með lifrarpylsu. MYND/VALLI.

Saltfiskur og tómatseyði 2.jpeg

Saltfiskur með tómat og rófum - Tómatseyði, fyllt sýrð rófa með saltfiskbrandöðu, íslenskt wasabi. Borið fram á nýstárlegan og skemmtilegan hátt.

Saltfiskur og tómatseyði 4.jpeg

Tómatseyðið er borið fram í bollanum sem litill diskurinn er settur ofan þegar rétturinn er borinn fram.

Hægelduð langa með grásleppu hrognum .jpeg

Hægelduð blálanga á Vallanes byggi með léttreyktri hvítvínssósu.

Bláberja ....jpeg

Blóðbergsbúðingur og íslenskt bláber.

Boðið er upp á að fá Piper Heidsieck kampavínspörun með matnum sem lyftir matarupplifuninni upp á enn hærra plan.

Í boði er að panta borð klukkan 18.00 og 20.00 frá 4. maí til 8. maí. Hnoss mun taka við pöntunum í síma 655-5500 eða með tölvupósti á info@hnossrestaurant.is.

Tvö borð verða tekin undir samstarf Hnoss við Rammagerðina fyrir fimm gesti eða 10 gesti alls, sem boðið er upp á pantanir í tveimur hollum. Nú er hver að verða síðastur á ná sæti til að njóta þessara einstöku upplifunar sem alíslensk alla leið.

Hér má sjá íslensku handverkin sem þar sem hver hlutur var sérhannaður fyrir þennan viðburð:

FBL Hnífapörin .jpeg

Hnífapörin eru úr afskornum marmara. Arkitypa hefur tekið að sér að byrja þróun á hnífapörum, þar sem sköftin eru úr afskornum marmara sem annars hefði farið í landfyllingu. Hér er að sjá fyrstu prótýpurnar sem koma einstaklega vel út.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss 05.jpg

Munblásin glerglös frá Carissa Baktay sem framleidd eru á Kjalarnesi, nánar tiltekið i gamla glerverkstæði Glervíkur. MYND/VALLI.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss 06.jpg

Dúkar og munnservíettur er með sérstöku mynstri sem unnin var fyrir Rammagerðina, sem hefur verið unnið með hönnunarfyrirtækinu Scintilla. Saga Rammagerðarinnar kemur sterkt fram í þessu nútímalega mynstri, sem byggir á gamalli hefð fyrirtækisins og menningu þar sem Víkingaskipið er í forgrunni. MYND/VALLI.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss 10.jpg

Frumlegu kertin eru eftir Þórunni Árnadóttur verða kynnt, en Þórunn hóf þróun á kertalínu Rammagerðarinnar í lok síðasta ár. Kertin hafa verið þróuð með Kertasmiðjunni og við sjáum hluta afrakstursins núna. MYND/VALLI.