Upp­á­halds skyrta söngvarans Valdimars Guðmundssonar, sem ofast er bara þekktur sem Valdimar, er týnd. Hann lýsir eftir skyrtunni í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

„Hæ. Sjáiði þessa fal­legu skyrtu sem ég er í á myndinni? Þetta er upp­á­halds skyrtan mín og hún er týnd,“ skrifar söngvarinn í færslu sem vakið hefur mikla at­hygli.

„Ég man ekkert hvar ég var í henni síðast, en ekki hefur sést til hennar í nokkra mánuði. Ef ein­hver hefur rekist á hana þá megið þið endi­lega hafa sam­band við mig. Takk.“