Uppáhalds Eurovision lag Villa Neto er framlag Portúgals í Eurovision árið 2019, Telemóveis með Conan Osiris. Hann spjallar um portúgalska menningu og Mára-áhrifin í örþætti Fréttablaðsins, Júró með Nínu og Ingunni,

Lagið Telemóveis er nútímalegt lag í fado stíl, sem er þunglyndisleg og tregablandin tónlistarstefna sem óx og dafnaði meðal lægri stétta Portúgals sem uppruna sinn í afrískum þrælasöngvum ásamt tónlist portúgalskra sjómanna.

„Þetta er nútíma fado. Í gamla daga var sungið um að syrgja manninn úti á sjó eða manninn sem dó eða um minningar. Þetta lag er um einhvern fyrrverandi og hann er eiginlega bara að syngja um að brjóta símann sinn,“ útskýrir Villi.

„Dansinn er svo flottur og þetta er eitthvað sem Portúgal er ekki líklegt til að senda. Þess vegna er ég svo ánægður að þetta hafi farið áfram í keppnina.“