Brit­n­ey Spears losnaði fyrir skömmu undan for­ræði föður síns eftir ára­langar deilur fyrir dóm­stólum. Unnusti hennar, Sam Asghari, segir söng­konuna njóta frelsisins og þau muni takast spennt á við fram­haldið.

„Hún er í góðum málum. Ég er í góðum málum. Þetta er hamingju­samasti tími lífs okkar. Við erum bara að njóta þess!“ segir hann í sam­tali við En­terta­in­ment Tonight. „Héðan af verður þetta frá­bært. Þetta er himna­ríki.“

Asghari segir að giftingin fari fram „fyrr en seinna“ en skipu­lagningin sé al­farið í höndum Brit­n­ey. „Þetta er hennar að á­kveða. Hún er í buxunum núna!“ Hann hefur þó skoðun á skipu­lagningunni, „ég vil stærsta brúð­kaup í heimi!“

Brit­n­ey Spears og Sam Asghari.
Fréttablaðið/Getty