Verð­launa­hafi spennu­sagna­verð­launanna Svart­fuglsins er Unnur Lilja Ara­dóttir. Í á­liti dóm­nefndar um bókina segir meðal annars: „Höfundurinn magnar upp mikla sál­fræði­lega spennu og hleypir lesandanum smám saman nær glæpnum sem kemur veru­lega á ó­vart.“

Ung kona vaknar á sjúkra­húsi með höfuð­á­verka – og hefur auk þess misst minnið. Hún þekkir hvorki til­veru sína né sjálfa sig en fljót­lega fær hún á til­finninguna að eitt­hvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferða­lag á vit for­tíðar sinnar – við­sjár­vert ferða­lag þar sem skelfi­legir at­burðir af­hjúpast smám saman.

Sam­keppnin um Svart­fuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpa­sögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son stofnuðu til verð­launanna.