Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona, opinberar kyn ófædds barns síns á Instagram-síðu sinni. Hún á von á barni með unnusta sínum, tónlistarmanninum Travis.

Unnur bað fylgjendur sína um að giska á kynið í færslu á Instagram og í ljós kom að meirihutinn hafði rétt fyrir sér.

Von er á lítilli stúlku samkvæmt nýjustu færslu Unnar.

Greint var frá því fyrr í vikunni að Unnur væri búsett á Manhattan í New York ásamt Travis og hundinum þeirra, Ellý.