Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona, á von á barni með unnusta sínum tónlistarmanninum Travis. Þetta er þeirra fyrsta barn en parið trúlofaði sig fyrr á árinu.

Unnur deilir gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum og birtir til að mynda sónarmynd á Twitter-síðu sína og mynd af sér og Travis ásamt hundinum sínum, Ellý, á Instagram.