Lífið

Una gaf Birni Leví nýja inni­skó í þing­veislunni

Þing­heimur lyfti sér á kreik í ár­legri þing­veislu í gær. Þar var venju sam­kvæmt gantast í bundnu máli. Björn Leví Gunnars­son var skot­spónn hag­yrðinga á þingi og eignaðist nýja inni­skó.

Björn Leví svaraði fyrir skóleysi sitt og fyrirspurnagleði í bundnu máli. Ernir Eyjólfsson

Alþingismenn komu saman á Hótel Sögu í gær í árlegri þingveislu og þar sveif öllu léttari andi yfir vötnum en gengur og gerist í þingsal. Veislugestir gæddu sér meðal annars á nautlundum og humrhölum sem skolað var niður með suður-evrópskum eðalvínum.

Sjá einnig: Þingmenn snæddu nautalund og humarhala

Löng og ófrávíkjanleg hefð er fyrir því að enginn má ávarpa veislusalinn nema í bundnu máli. Kjörið tækifæri fyrir hagyrta þingmenn að láta ljós sitt skína, sem og þeir og gerðu margir hverjir. Nokkuð var um stuðluð og rímuð skot á Píratann Björn Leví Gunnarsson og þá helst fyrir fyrirspurnagleði hans.

Sjá einnig: Halldór drepur Björn Leví úr hlátri

Björn Leví svaraði að þessu sinni, frekar en spyrja, og þakkaði fyrir sig með þessum kviðlingi:

Ég þigg og þakka vísnanna hól

þó raði inn fyrirspurnum.

Ég spyr og ég spyr í ræðustól

á sokkaleistunum.

Björn Leví var hæstánægður með nýju inniskóna í gær en þeir þykja sérlega smekklegir og þægilegir.

Skóleysi þingmannsins hefur ekki síður vakið athygli en forvitni hans. Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, var næst á mælendaskrá á eftir Birni Leví í veislunni í gær og reyndi við það tækifæri að bæta úr skóleysi hans og gaf honum nýja, smekklega inniskó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Þingmaðurinn sem berst við dreka í dýflissum

Stjórnmál

Þóttist skjóta sig í höfuðið yfir ræðu Bjarna

Fólk

Hall­dór drepur Björn Leví úr hlátri

Auglýsing

Nýjast

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

Auglýsing