Undir­búningur er hafinn við gerð heimildar­myndar í fullri lengd um tón­skáldið Jóhann Jóhanns­son en þetta kemur fram í til­kynningu frá Motion Pictures. Í dag, 19. septem­ber, hefði Jóhann orðið fimm­tugur.

Höfundar og leik­stjórar myndarinnar eru Kira Kira, Orri Jóns­son og Davíð Hörg­dal Stefán­son og er myndin gerð í fullu sam­ráði við fjöl­skyldu, vini og sam­starfs­fé­laga Jóhanns.

Jóhann var eins og flestir vita meðal virtustu kvikmyndatónskálda í heiminum. Samdi hann til að mynda tónlist við kvikmyndirnar Prisoners, Sicario og Arrival og var fyrir það tilnefndur til fjölda verðlauna.

Einnig hlaut hann Golden Globe-verðlaun árið 2014 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything, sem byggir á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Þá var hann einnig tilnefndur til Óskars-, Grammy- og BAFTA-verðlauna fyrir þá mynd.

Í til­kynningunni er tekið fram að ferill Jóhanns hafi verið langur og ein­stakur, bæði í eigin tón­listar­sköpun, kvik­mynda­gerð og ótal sam­starfs­verk­efnum um allan heim. Ætlunin sé að gera ferli hans ítar­leg og metnaðar­full skil og varpa skapandi lljósi á vinnu­brögð og heim­speki lista­mannsins.

Stendur nú yfir um­fangs­mikil heimilda­söfnun og öllum á­bendingum um efni er vísað til 123for­e­[email protected]