Hér erum við komin með unaðslega ljúffengt jólasalat sem toppa hátíðarmáltíðina. Til að toppa salatið er það borið fram með ekta fersku rifnu wasabi sem enginn stenst. Hér er um að ræða íslenskt wasabi sem ræktað er á Íslandi Austur á Héraði, í Fellabæ, af Nordic Wasabi. Hægt er að fræðast frekar um íslenska wasabi-ið á heimasíðu Nordic Wasabi

FBL Wasabi salat með jólaívafi.jpeg

Reykt bleikja með jólasalati og fersku wasabi

2 reykt bleikjuflök
2 epli, skræld og skorin í bita
1 fennel, skorið í teninga
½ sítróna -safi og börkur
smávegis salt
100 ml rjómi, léttþeyttur
20-30 g rifið wasabi
10 g dill
10 g hunang

Setjið epli og fenniku í skál, bætið smávegis sítrónusafa og salti saman við og látið standa. Saltið lítillega léttþeyttan rjóma og blandið honum saman við eplin og fennelið. Passið að það komi ekki of mikill safi af eplunum. Rétt áður salatið er borið er fram, bætið þá fínt söxuðu dilli og hunangi saman við. Skerið bleikjuflökin í sneiðar og berið fram með salatinu og rifinni ferskri wasabi rót.

Þetta jólasalat passar með flestum söltuðum og reyktum mat og er sannkallað sælkerakonfekt með hátíðarmatnum um jól og áramót.