„Ég vænti þess að það berist hratt um heimsbyggðina að Ísland sé í augnablikinu án dómsmálaráðherra, með veikgeðja borgarstjóra og lögreglu sem þorir ekki að gera það sem gera þarf, vegna þess að stjórnmálin hafa lamið á fingur hennar.

Hælisleitendahjörðin mun væntanlega taka strikið til íslands á næstu dögum. Þar mun hún geta gengið um á skítugum skónum, jafnvel á sjálfum Austurvelli, og gert kröfur á hendur íslenskum skattgreiðendum og velferðarkerfi að vild. Hnignun stjórnmálanna ætti að vera öllum landsmönnum áhyggjuefni.“ - Gústaf Níelsson á Facebook.

"Flokkur landsins smæstu sálna, Íslenska þjóðfylkingin (Íþ), hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardag. Í tilkynningu um mótmælin eru þau sögð beinast gegn „ofbeldi hælisleitenda gegn íslensku samfélagi og lögreglunni okkar“. Í tilkynningunni er ekkert dæmi nefnt um slíkt ofbeldi né hver hafi beitt því. Óljóst er hvort orðalagið fellur undir meiðyrðalöggjöf eða lög um hatursorðræðu. Hvað sem því líður er það, samkvæmt öllum heimildum ritstjórnar, alfarið tilhæfulaust.“ -Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir á Facebook.

„Þetta er til háborinnar skammar! Er þessi umgengni um styttuna af Jóni Sigurðssyni í boði Reykjavíkurborgar?“ - Páll Magnússon á Facebook.

„Ekki sé ég neina háðung í garð Jóns eða sjálfstæðisbaráttunnar í þessu. Jón studdi nú einmitt rétt kúgaðra til að mótmæla. Hann hefði orðið ánægður með þetta.“ - Eva Hauksdóttir á Facebook.

„Erum við ekki komin á einhverja endastöð í pólitískri rétthugsun (pc-inu) þegar við erum farin að móðgast fyrir hönd styttunnar, en ekki fólksins?“ – Valur Grettisson á Facebook.

„Ég ítreka: Það er búið að míga á þessa styttu í áratugi. Þessi pappakassi er ekki þvagið úr fullum landanum.“ – Grímur Atlason á Facebook.

„Austurvöllur er ekki tjaldstæði. Ég skil mikilvægi umræðunnar, en það breytir því ekki að næsta tjaldstæði er í Laugardalnum.“ - Ingi Vífill á Twitter.

„Ég tek hjartanlega undir með Semu Erlu. Þessi mótmæli þjóðfylkingarinnar eru ógeðsleg.“ - Gísli Marteinn Baldursson á Twitter.

„Nú þarf því miður kröftuga samstöðu gegn rasisma.“ – Helga Vala Helgadóttir á Facebook.

„Áfram held ég að hamra á staðreyndum um alls óviðunandi ástand í hjarta Reykjavíkur, þar sem No Borders-uppivöðslulýður fer sínu fram í nafni ljúgandi hælisleitenda.“

„Mótmælahópur þjóðhollra gegn mótmælahópi frakkra og vanþakklátra kröfugerðarmanna boðar til þögullar mótmælastöðu á Austurvelli á morgun. Þetta gæti orðið sögulegt.“ - Jón Valur Jensson á Facebook.„Fjármagnar George Soros, hávaða, ofbeldi og yfirgang No Borders á Austurvelli? Hælisleitendur misnotaðir fyrir engin landamæri.“ – Gunnlaugur Ævar Hilmarsson á Facebook.

„Eru þetta algerir sóðar, hvar er virðingin, góða fólkið hlýtur samt að rjúka til og þrífa upp skítinn eftir vini sína?“ - Margrét Friðriksdóttir á Facebook.

„Moka þessu drasli í burtu á stundinni.“ - Engilbert Runólfsson á Facebook.

„Hérna... ég er allur fyrir málfrelsið, en er ekki örugglega munur á málfrelsi og að veita ógeðslegu fólki með ógeðslegar skoðanir og hugarfar active prime time platform?“ - Svavar Knútur á Twitter.

„Ég hef verið klínískt geðveikur en samt aldrei náð því stigi að verða ofsareiður á opinberum vettvangi yfir því að einhver skuli skella pappa á styttu.“

„Íhaldsmenn sameinast í dag um að triggerast yfir umgengni við styttu en hundsa algjörlega hvernig þeir eru að kynda undir rasisma í garð fólks af holdi og blóði og veita honum vettvang. Allt eðlilegt og viðbúið sumsé.“ - Halldór Auðar Svansson á Facebook og Twitter.

„Getið þið þingmenn ekki lagt fram tillögu til dómsmálaráðherra að láta stoppa þennan gjörning á Austurvelli? Lögreglan þarf að fá skipun að ofan og nú er Þórdís dómsmálaráðherra.“ - Rósa Aðalsteinsdóttir á Facebook.