Samtökin EuroCosplay bönnuðu nýlega búning í cosplay-keppni á vegum þeirra í kjölfar ásakanna um að keppandinn hefði gerst sekur um kynþáttaníð. Keppandinn, ung hvít kona að nafni Alice Livanart, hafði útbúið búning fyrir keppnina byggðan á tölvuleikjapersónu úr tölvuleiknum League of Legends, en umrædd persóna er dökk á hörund.

Eftir að búningurinn leit dagsins ljós fengu samtökin harðyrtar ábendingar um að hér væri að ræða notkun á blackface og kröfðust þess að keppandinn yrði dæmdur úr leik. Í kjölfarið tilkynntu Eurocosplay að búningurinn yrði ekki hluti af keppninni og báðust afsökunar á óþægindum sem búningurinn hafi valdið, en að keppandinn yrði ekki dæmdur úr leik og fengi að keppa ef hún yrði í öðrum búning.

Keppandinn svaraði ásökunum um kynþáttaníð.
Twitter

Livanart svaraði ásökunum á Instagram reikningi sínum:

Ykkur að segja: Ég veit að einhverjir sorglegir einstaklingar eru að reyna að dreifa þeim sögum á Twitter að ég hafi sett upp "blackface". En engar áhyggjur. Mér er sama um þau og álit þeirra. Þetta er sorglegt fólk. Þau gera ekki greinarmun á blackface og cosplay.


Af Instagram-reikningi Livanart.
Instagram