Youtu­be stjarnan Logan Paul er á Ís­landi. Mynd­band af kappanum á Banka­stræti var birt á sam­fé­lags­miðlinum TikTok í gær­kvöldi.

Frétta­blaðinu er ekki kunnugt um hvað kappinn er að að­hafast hér en eftir því sem blaðið kemst næst var hann meðal gesta á Banka­stræti Club. Þangað hafa er­lendar stjörnur, líkt og sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay vanið komur sínar.

Logan hefur reynst nokkuð um­deildur en hann gat sér í upp­hafi frægðar á sam­fé­lags­miðlinum Vine. Síðar færði hann sig á Youtu­be en hann var harð­lega gagn­rýndur árið 2017 þegar hann birti mynd­band af sér og við­brögðum sínum þar sem hann gekk fram á lík í Aokigahara skóginum í Japan.

Þá birti Youtu­be stjarnan jafn­framt mynd­band árið 2018 þar sem hann lét hundinn sinn hitta tígris­dýr í Los Angeles­. Eig­andi tígris­dýrsins var í kjöl­farið á­kærður fyrir dýra­níð. Logan Paul gerðist nýverið boxariog barðist meðal annars við Floyd Mayweather fyrir þremur mánuðum síðan.

@kjxrtan

#fyp @loganpaul

♬ original sound - Kjartan