Úlfur Hansson, tónskáld og hljóðlistamaður hefur hlaut í dag verðlaun Guthmann Musical Instrument keppninnar en hann vann verðlaunin fyrir Segulhörpu, hljóðfæri sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár, meðal annars fyrir styrk sem hann hlaut frá Rannís.
Keppnin er haldin árlega í Bandaríkjunum þar sem einn listamaður fær verðlaunin, en um er að ræða virta hátíð á sviði nýsköpunar í tónlist.
New York Times hefur nú birt viðtal við Úlf vegna verðlaunanna en úrslitin voru kynnt í beinu streymi fyrr í dag. Meðal þeirra sem sátu í dómnefnd voru Dave Smith, stofnandi Sequential Circuits, tónlistarmaðurinn DJ Spooky, Jayson Dobney og Kaki King.
Hlotið ýmsar viðurkenningar
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Segulharpan ratar í sviðsljósið en Björk Guðmundsdóttir notaði til að mynda hörpuna í verkefni sínu Cornucopia.
Sjálfur hefur Úlfur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína undanfarin ár en hann hlaut meðal annars verðlaun sem tónskáld ársins í alþjóðlegu keppninni International Rostrum of Composers fyrir verk sitt So very strange, árið 2013.
Þá hefur hann einnig hlotið Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands og verið tilnefndur til íslenski tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin.