Um fjörutíu úlfaldar voru dæmdir úr keppni af yfirvöldum í Sádi-Arabíu vegna svindls í fegurðarsamkeppni á dögunum.

Fjallað er um málið ánorska miðlinum vg.no.

Hin geysivinsæla úlfaldakeppni hófst fyrr í mánuðinum, en fegurðarsamkeppni úlfalda er afar arðbær keppni þar sem um 66 milljónir dollara er í aðalvinning.

Þá segir að það sé stranglega bannað að nota botox eða aðrar snyrtiaðgerðir til að gera úlfaldana meira aðlaðandi.

Það hefur þó komið í ljós með sérhæfðum tækniaðferðum að einhverjir ræktendur hafa teygt á vörum og nefi dýranna, notað hormón til að auka vöðvamassa og sprautað þau með botox.

Úlfaldarækt hefur verið stór atvinnugrein í Sádi-Arabíu og veltir mörgum milljónum dollara á ári.

Innan úlfaldakeppninnar eru fleiri greinar en fegurðarsamkeppni, svo sem kapphlaup og sala.