Ugla Stefanía Kristjönu­dóttir Jóns­dóttir, for­maður Trans Ís­lands, er álista BBC yfir hundrað á­hrifa­mestu konur ársins 2019 sem birtur var á vef miðilsins í dag. Þar má sjá á­hrifa­mestu konur ársins sem flokkaðar eru í sex flokka, út frá jörðinni, þekkingu, leið­toga­hæfni, sköpun, í­þróttum og sjálfs­mynd.

Tekið er fram að lykil­spurning miðilsins hvað varðar valið á konunum í ár sé: Hvernig myndi fram­tíðin líta út ef hún væri drifin á­fram af konum? Konurnar á listanum eigi það sam­eigin­legt að hafa verið drif­krafturinn fyrir breytingar til handa konum alls­staðar. Á­samt Uglu á listanum eru meðal annars Greta Thun­berg og Alexandria O­casio-Cor­tez.

Ugla hefur verið ötul bar­áttu­kona fyrir réttindum trans fólks undan­farin ár og tók meðal annars þátt í undir­búningi frum­varps um kyn­rænt sjálf­ræði sem sam­þykkt voru á Al­þingi í sumar.

„Fram­tíðin verður að komast yfir kúgandi tvenndar­hyggju hvað varðar kyn og kyn­gevi - annars munum við aldrei verða frjáls og af­byggja kerfi sem hafa haldið okkur and­vara­lausum svo lengi,“ er haft eftir Uglu á vef BBC.

Fréttablaðið/Skjáskot