Stuðnings­menn Manchester United voru allt annað en sáttir með frammi­stöðu sinna manna eftir fimm núll tap á heima­velli gegn erki­fjendunum í Liver­pool. Svo virðist sem flestir hafa fengið sig full­sadda af Ole Gunnar Sol­skjær þjálfara liðsins og vilja margir hverjir að hann fái að fjúka.

Fatahönnuðurinn Gummi Jör þakkar allavega Óla fyrir vel unnin störf og kveður.

Örn Úlfar er á því að það besta sem þjálfari United gerði í leiknum var að hafa fataskipti.

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan birti mynd af Old Trafford heimavelli United sem sýnir stuðningsmenn liðsins yfirgefa völlinn heldur snemma.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gerir létt grín af frábærri frammistöðu sinna manna en hann er mikill Poolari.

Fjölmiðlamaðurinn og Leeds-arinn Máni Pétursson stingur upp á Steve Bruce sem nýjum þjálfara United.

Jón Kaldal biður menn um að anda með nefinu.

Grínistinn og leikarinn Vilhelm Neto setur þjáningar United manna í myndform með frægri klippu Apocalypse Now.

Hilmar Jökull úr Tólfunni vill að Ole verður rekinn fyrir miðnætti.

Þá þakkar Gunnar Gunnarsson fyrir að vera ekki að horfa á leikinn.

Lögmaðurinn Tanja Tómasdóttir biður vinsamlegast einhvern um að vekja sig þar sem leikurinn er martröð.