Viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við leikarann Þóri Sæmundsson hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í kvöld. Þóri var sagt upp störfum sem fastráðnum leikara hjá Þjóð­leik­húsinu árið 2017 fyrir að hafa sent ó­lög­ráða stúlkum kyn­ferðis­legar myndir.

Í viðtalinu lýsir Þórir því hvernig lífið hefur verið eftir uppsögnina og útskúfunina sem fylgdi henni.

Netheimar loga

Óhætt er að segja að netverjar hafi ekki allir verið á eitt sáttir með innihald Kveiksviðtalsins í kvöld. Hér að neðan má viðbrögð valinna Twitter-notenda: