Sjón­varps­þátta­röðin Ver­búðin á RÚV hefur svo sannar­lega slegið í gegn hjá landanum og er ljóst að fjöl­margir fylgjast með hverjum þætti.

Fimmti þáttur var sýndur í sjón­varpinu í kvöld en alls eru átta þættir í seríuna. Net­verjar keppast nú við að láta á­nægju sína í ljós á sam­fé­lags­miðlinum Twitter en flestir þar er alveg í skýjunum með þátta­röðina.