Sitt sýnist hverjum á sam­fé­lags­miðlinum Twitter um nýja ríkis­stjórn sem kynnt var í dag. Geir Finns­son segir fyrir neðan allar hellur að sátt­málinn endur­spegli ekki vilja tístara sem hann kallar „spegil þjóðarinnar". Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir slær á létta strengi og leggur til nöfn á nýjum ráðuneytum.

Nokkrir netverjar lýstu yfir áhyggjum yfir því að háskólamál séu sett saman í ráðuneyti með nýsköpun og iðnaðarmálum. Eins og Jón Kristinn Einarsson sem spyr afhverju þetta fólk „hatar allt sem er gott í heiminum" eða Dr. Auður Magndís sem minnir á að tilgangur háskólanáms sé að efla gagnrýna hugsun jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, en ekki að búa til hagvöxt og vinnuafl.

Þá bendir Sigurður Ingi Ricardo á að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tekur við ráðuneyti nýsköpunar, iðnaðar og háskóla, hafi fyrir nokkrum árum síðan sett sig upp á móti því að afnema skólagjöld með öllu.

Nokkrir netverjar lýsa yfir ósætti með skipun Jón Gunnarsson sem dómsmálaráðherra til næstu átján mánaða, meðal annars Lenya Rún, sem bauð sig fram fyrir Pírata. Edda Falak býðst til að vera áfram „dómstóllgötunnarmálaráðherra".

Þrátt fyrir að mikið sé talað um grænar lausnir í stjórnarsáttmálanum er ljóst að mörgum finnst ekki nógu langt gengið í að sporna við loftslagsvánni.

Dr. Auði Magndísi lýst ekki vel á að tala um skólamálaráðuneyti og H. Hilmarsson veltir því upp hvort það eigi ekki allt flóttafólk rétt á að komast í skjól ef það er í hættu.