Rómantísk krútt­kot rétt hjá leyni­lóninu Secret Lagoon eru nú til sölu. Á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins segir að húsin séu vel stað­sett og til­valin til gleð­skaps vegna veður­sældar.

Um er að ræða tvö fal­leg hús í um tíu mínútna akstri frá Flúðum og í um 25 mínútna akstri frá Gull­fossi og Geysi. Annað húsið var hugsað með stækkunar­mögu­leika, en hitt sem gesta­hús.

Húsin voru reist 2017 og er hvort um sig 27 fer­metrar. Húsin standa á sam­eigin­legum stórum palli, en á milli þeirra er gott pláss með heitum potti, pássi fyrir grill og úti hús­gögn. Uppsett verð eru 29 milljónir.

Stórir gluggar hleypa inn mikilli birtu og leyfa gestum að njóta fal­legs út­sýnis. Fyrir neðan veginn, austur af húsunum, er fal­leg aspar-röð, sem gefur staðnum fal­lega sýn. Í kringum húsin er mikið af gróðri.

Húsin eru neðst í brekku sem var á árum áður kölluð af­mælis­brekka þar sem nær­sveitungum þótti veður­sæld staðarins mikil og því safnaðist fólk saman þar til þess að halda uppá af­mæli sveitunga.

Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova
Mynd/Domus Nova