The Bachelor stjarnan Demi Bur­nett segir frá kvíða sem hún upp­lifði eftir að hún kom út úr skápnum sem tví­kyn­hneigð í miðju upp­töku­ferli á The Bachelor. Kvíði við að koma úr skápnum ýtti henni í áttina að alkóhólisma.

Demi Burnett tók þátt í 23. þátta­röð af The Bachelor og 6. þátta­röð af Bachelor in Para­dise. Við upp­tökur á Bachelor in Para­dise greindi Bur­nett frá því að hún væri í sam­bandi með Kristian Hag­ger­ty, sem seinna meir tók þátt í þátta­röðinni. Þær eru eina sam­kynja parið til að taka þátt í The Bachelor en þær trú­lofuðu sig í loka­þætti þátta­raðarinnar. Þær eru þó ekki lengur í sam­bandi.

Bur­nett segir Ya­hoo Life frá því að hún sé stolt af kyn­hneigð sinni en segir það að koma út úr skápnum í sjón­varpi hafa verið erfitt fyrir and­lega heilsu hennar. Hún segist hafa fundið fyrir skömm við tökur á þáttunum.

Demi Burnett leitaði sér aðstoðar og einbeitir sér að sjálfsást í dag.
Fréttablaðið/Getty

„Ég var svo stressuð um hvað fjöl­skyldunni minni fyndist,“ segir Bur­nett og bætir við: „Ég hugsaði um afa minn og ömmu horfa á mig kyssa stelpu og að hann væri ef­laust að hugsa um að skjóta mig fyrir það. Ég var svo stressuð og svo hrædd og skammaðist mín fyrir að hafa þessar til­finningar.“

Bur­nett segir frá því að á­fengi hafi hjálpað henni að fela þessar til­finningar, en það hafi ekki hjálpað til með sam­bandið hennar og Hag­ger­ty. Hún skammaðist sín fyrir að sýna til­finningar í garð Hag­ger­ty og þegar þátta­röðin var búinn óttaðist hún að fjöl­skyldan myndi slíta sam­bandi við hana.

Í febrúar greindi Bur­nett frá því að hún væri ein­hverf. Hún sökk því enn þá lengra í alkó­hól­isma og notaði á­fengi til að deyfa til­finningar sínar. Bur­nett leitaði að lokum til sam­fé­lags kvenna sem stóðu í sömu stöðu og hún, konur sem höfðu verið að glíma við and­leg veikindi. Hún segir frá því að þegar hún hætti að velta spurningunni „hvað er að mér?“ fyrir sér fór henni að batna.

Bur­nett ein­beitir sér að sjálfs­ást í dag, og kemur fram við sjálfa sig eins vel og hún kemur fram við aðra. „Ég held að raun­veru­leika­stjörnur eigi frekar erfitt og hver sem er ekki raun­veru­leika­stjarna hlær senni­lega að því,“ segir hún.