Tví­bura­drengjum fjöl­miðla­konunnar Ragn­hildar Steinunnar og sál­fræðingsins Hauks Inga Guðna­sonar voru gefin nöfnin Tindur og Stormur á eins árs brúð­kaups­af­mæli hjónanna nú í vikunni.

„Dá­sam­legur dagur í fal­lega garðinum okkar með vinum og ættingjum. Enn og aftur eigum við ekki til orð yfir hversu frá­bært fólk er í kringum okkur. Hjartans þakkir til ykkar allra,“ segir Ragn­hildur Steinunn í færslu sem hún birtir á Face­book-síðu sinni í gær.

Ragn­hildur Steinunn og Haukur Ingi giftu sig á Ítalíu síðasta sumar. Ragn­hildur greindi frá því í októ­ber á síðasta ári að tveir laumu­far­þegar hefðu fylgt þeim heim frá Ítalíu. Drengirnir fæddust svo þann 29. mars á þessu ári.

Fyrir eiga þau Ragn­hildur Steinunn og Haukur Ingi tvö börn, þau Eld­eyju og Jökul.

Færslu Steinunnar má sjá hér að neðan.