Þó að að­eins fimm­tán mínútur hafi liðið á milli fæðingar Al­fredo Antonio Trujill­o og systur hans, Aylin Yolanda Trujill­o, höguðu ör­lögin því þannig að þau fæddust á sitt­hvoru árinu.

Fatima Madrigal, móðir barnanna, missti leg­vatnið á gaml­árs­kvöld og fór beint upp á Nati­vidad-sjúkra­húsið í borginni Salinas í Kali­forníu. Klukkan 23:45 að staðar­tíma kom Al­fredo í heiminn og þegar klukkan sló 12 á mið­nætti og nokkrum sekúndum betur kom Aylin í heiminn.

Í frétt Peop­le segir Fatima Madrigal það vissu­lega skrýtna til­hugsun að eiga tví­bura sem fæddir eru sitt­hvorn daginn og á sitt­hvoru árinu þar að auki.

Fæðingar­læknirinn Ana Abril Arias var við­stödd fæðinguna og segir hún at­burð sem þennan afar sjald­gæfan. Þetta sé að minnsta kosti ein eftir­minni­legasta fæðing sem hún hefur tekið þátt í.

Það var þó fyrir mestu að fæðingin gekk vel fyrir sig og eru Al­fredo og Aylin við góða heilsu eins og móðir þeirra. Syst­kinin eru nú komin heim með for­eldrum sínum sem eiga fyrir tvær stúlkur og einn dreng.