Það voru tveir heppnir ís­lenskir tipparar sem voru með alla þrettán leiki á Enska get­rauna­seðlinum rétta um helgina og fengu tæpar tíu milljónir króna í sinn hlut. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskum getraunum.

Annar vinnings­hafinn var með þrettán rétta í annað sinn á þessu ári, en í sumar vann hann fjórar milljónir króna.

Tipparinn heppni segist ekki hafa neina sér­staka þekkingu á enska boltanum, en tekur reglu­lega þátt í get­raunum.