Grænmetislasagna
fyrir tvo til fjóra
Rauð sósa
- 1 eggaldin, saxað í bita
- ½ kúrbítur, saxaður í bita
- 5 sveppir, saxaðir
- ½ púrrulaukur, saxaður og skolaður
- 2 stilkar sellerí, saxað
- 3 gulrætur saxaðar
- 1 paprika söxuð
- 4 hvítlauksrif
- ¾ lítil dós tómatpúrra eða um 3 msk.
- 1 tsk. rósmarín, þurrkað
- 1 tsk. timjan, þurrkað
- 1 tsk. chiliflögur
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 dós linsubaunir, skolaðar
- 1 stöngull af basilíku
Steiktu eggaldin, kúrbít og sveppi á miðlungsháum hita í potti með olíu uns það hefur linast mikið. Settu næst gulrætur, púrrulauk, sellerí og papriku út í og steiktu uns það linast líka. Settu því næst tómatpúrru, kreistan hvítlauk og krydd út í pottinn og steiktu uns skán myndast á botninum.
Helltu næst tómatdósum og linsubaunum út í og eldaðu í um 10 mínútur eða uns sósan hefur þykknað. Smakkaðu loks til með salti, pipar, ediki og sriracha-sósu.
Hvít sósa
- 1 stór dolla kotasæla
- ½ rifinn mexíkóostur
- 2 msk. rjómaostur
- Rifinn parmesanostur
Sett í blandara og blandað uns orðið mjúkt.
Settu fyrst smá rauða sósu í lasagnamót og raðaðu lasagnaplötum yfir. Svo er röðin svona: rauð sósa, hvít sósa, lasagnaplötur. Endaðu á hvítri sósu og svo rifnum osti efst.
Bakaðu í ofni á 180°C í um 40 mínútur (eða uns lasagnaplöturnar eru eldaðar í gegn) með álpappír yfir. Þá er álpappírinn tekinn af, parmesanostur rifinn yfir og lasagnað er klárað í ofninum þar til osturinn hefur fengið á sig gullinbrúnan lit. Berið fram með ferskri basilíku og nýmöluðum pipar.
Chili mínus kjöt
Fyrir 3–4
Eldunartími 70 mínútur. Undirbúningur um hálftími. Borið fram með hrísgrjónum.

- 4 sveppir
- 1 rauðlaukur, saxaður
- 2 stilkar sellerí, saxaðir
- 2-3 gulrætur, saxaðar
- 1 paprika
- 2 msk. tómatpúrra
- 1 tsk. kóríanderduft
- 1 tsk. cumminduft
- 1 tsk. chiliflögur
- 1 msk. paprikukrydd
- Smá klípa af kanil
- Um 2 msk. salt og nýmalaður pipar eftir smekk
- 2 lárviðarlauf
- 4 hvítlauksrif
- 1 chipotle chili in adobo úr dós og 1 tsk. af sósunni (eða meira ef þú vilt hafa þetta sterkt)
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 dós svartbaunir eða nýrnabaunir með safanum úr dósinni
- 1 soðteningur að eigin vali
- Soðið vatn (uns kássan er orðin aðeins þynnri en þú vilt að hún sé í lokin)
- ½ dós maís skolaður (eða frosin maískorn)
- ⅓ poki Halsans-sojahakk
- 1–3 msk. rjómaostur
- Saxaðir kóríanderstilkar
- Um 1 msk. edik
Byrjaðu á því að saxa niður sveppi og setja í þurran pottinn með um matskeið af vatni og smávegis af salti. Leyfðu vatninu að losna úr sveppunum og sjóða af. Settu um matskeið af olíu út í og steiktu sveppina ásamt rauðlauk, selleríi og gulrótum. Þegar grænmetið hefur linast er paprikan sett út í og elduð í gegn.
Næst skal ýta grænmetinu til hliðar og búa til pláss fyrir tómatpúrruna. Skelltu henni út í með smá olíu ef þarf og steiktu í um ½–1 mínútu. Kreistu næst hvítlauksrif út í ásamt söxuðum adobo chili og sósu og steiktu í um ½ mínútu. Settu næst allt kryddið út í ásamt lárviðarlaufunum og leyfðu þeim að vakna í olíunni og hitanum í um ½ mínútu. Leystu soðteninginn upp í soðnu vatni.
Helltu næst tómatdósinni, baunadósinni og soðinu út í og hrærðu vel upp í botninum. Eldaðu í ofni með átylltu loki í 40 mínútur við 180°C. Taktu pottinn út úr ofninum, hrærðu upp í og eldaðu með átylltu loki í um 30 mínútur til viðbótar.
Eftir ofntímann er maís, sojahakk, rjómaostur, edik og saxaðir kóríanderstilkar sett út í og hitað upp ef þarf. Saltað eftir þörfum. Gott er að bera fram með muldu nachos, rifnum osti, gvakamóle, sýrðum rjóma, kreistum limesafa, pikkluðum rauðlauk og fersku kóríander eða söxuðum vorlauk.