Tveir stál­heppnir Ís­lendingar voru með fyrsta vinning í Lottó-út­drætti kvöldsins og fá fyrir vikið tæp­lega 27,4 milljónir fyrir vikið. Að því er kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá voru vinnings­miðarnir seldir á Olís Varma­hlíð og N1 Þing­eyri.

Þá voru einnig sjö ein­staklingar með annan vinning og fá þeir hver um sig tæp­lega 117 þúsund krónur. Fjórir miðar voru keyptir í á­skrift, einn á lotto.is, einn í appinu, og einn í Fjarðar­kaupum.

Enginn var með allar Jóker­tölur réttar og gengur því fyrsti vinningurinn ekki út að þessu sinni en sex voru með fjórar réttar í réttri röð og fá 100 þúsund krónur í vinning.

Tölur kvöldsins:

5 – 12 – 18 - 25 - 35 (8)