Kór Fella- og Hólakirkju og Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu syngja saman valin lög á tónleikum í Fella- og Hólakirkju í dag.

Meðal laga má nefna úkraínska lagið Hljóðnar nú haustblær og Unst boat song, sem er elsta varðveitta lag Hjaltlandseyja og verður á dagskrá Kórs Fella-og Hólakirkju í tónleikaferð til Skotlands í september næstkomandi. Í lok dagskrár verður gestum svo boðið að taka nokkur þekkt og hress lög með kórunum.

Einsöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir. Stjórnandi Vörðukórsins er Eyrún Jónasdóttir og stjórnandi Kórs Fella- og Hólakirkju er Arnhildur Valgarðsdóttir sem einnig sér um meðleik. Reynir Þormar leikur með í fjöldasöngslögunum á saxófón. Aðgangur er 2.500 krónur og tónleikarnir hefjast kl. 14.