Jól­a­bók­a­flóð­ið er nú kom­ið á fullt skrið og því sí­fellt meir­i spenn­a að skap­ast á söl­u­list­um bók­a­búð­ann­a. Sú ó­venj­u­leg­a stað­a kom þó upp í Penn­an­um Ey­munds­son að tvær bæk­ur deil­a fyrst­a sæt­in­u sín á mill­i.

Bæk­urn­ar sem um ræð­ir eru Játn­ing eft­ir Ólaf Jóh­ann Ólafs­son og Reykj­a­vík glæp­a­sag­a eft­ir Ragn­ar Jón­as­son og Katr­ín­u Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herr­a.

Í þriðj­a sæti sit­ur svo Kyrr­þey eft­ir spenn­u­sagn­a­meist­ar­ann Arnald Indrið­a­son og Eden eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur er í fjórð­a sæti. Fimmt­a sæti list­ans verm­ir svo bók­in Var, er og verð­ur eft­ir Birn­u Ingi­björg­u Hjart­ar­dótt­ur.

At­hygl­i vek­ur að bæk­ur á list­an­um eru all­ar eft­ir ís­lensk­a höf­und­a eða höf­und­a bú­sett­a hér á land­i ef frá er tal­in bók­in Amma glæp­on enn á ferð eft­ir Dav­id Wall­i­ams sem er í sjött­a sæti. Wall­i­ams heim­sótt­i Ís­lend­ing­a ný­leg­a á bók­mennt­a­há­tíð­in­a Icel­and Noir.

List­inn er byggð­ur á sölu í versl­un­um Penn­ans Ey­munds­son dag­an­a 16.til 22.nóv­emb­er.

 1. Játning e. Ólaf Jóhann Ólafs­son og Reykja­vík glæpa­saga e. Ragnar Jónas­son og Katrínu Jakobs­dóttur
  3. Kyrr­þey e. Arnald Indriða­son
  4. Eden e. Auði Övu Ólafs­dóttur
  5. Var, er og verður e. Birnu Ingi­björgu Hjartar­dóttur
  6. Amma glæpon enn á ferð e. David Walli­ams
  7. Húð­bókin e. Láru G. Sigurðar­dóttur og Sól­veigu Ei­ríks­dóttur
  8. Á spor­baug e. Önnu S. Þráins­dóttur og Elínu E. Einars­dóttur
  9. The 13 yule lads of Iceland e. Brian Pilkington
  10. Gættu þinna handa e. Yrsu Sigurðar­dóttur