Tuttugu þúsund miðar hafa þegar selst á sýningar Þjóð­leik­hússins á barna­leik­ritið Karde­mommu­bæinn. Verkið var frumsýnt síðustu helgi. Þetta stað­festir Jón Þor­geir Kristjáns­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs hjá leik­húsinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá var spennan á­þreifan­leg og að mestu grímu­laus um helgina þegar verkið var frum­sýnt. Þetta er í sjötta sinn sem leik­­ritið er sett á svið frá 1960.

Þótt þess sé hvergi getið í stjórnar­­skrám, hvorki þeirri gildandi né þeirri týndu, þá telst það því sem næst menningar­­leg skylda að kynna þennan töfra­heim Thor­björns Egner, sem er seiðandi suð­rænn að þessu sinni, fyrir hverri kyn­­slóð.

„Við vorum að detta í þá tölu. Það er upp­selt út leik­árið í rauninni og nú er nú ein­göngu hægt að fá miða í janúar,“ segir Jón. Hann segir á­stæðu þess að langt sé í lausa miða vera, að endur­raða þarf gestum í sæti með færri í hverjum sal en venja er. Er þetta gert til þess að mæta sam­komu­tak­mörkunum og til­mælum frá sótt­varnar­yfir­völdum og því dreifist hún lengra fram í tímann en oft er áður.

Hann leggur á­herslu á það að leik­húsið gæti að sótt­vörnum til hins ítrasta og til­mæli til gesta í leik­húsinu að bera grímur í for­sal í sam­ræmi við til­mæli yfir­valda.
Á­huginn á sýningunni sé engu að síður, magnaður og aug­ljóst að mikill fjöldi fólks ætlar að heim­sækja Karde­mommu­bæinn á næstu mánuðum.

„Þetta er bara á pari við það sem best gerist miðað við að það er ný­búið að frum­sýna. Þetta var bara frum­sýnt síðustu helgi og að vera búin að selja 20 þúsund miða nú þegar er auð­vitað bara al­gjör klikkun.“