Kær­leikskúla ársins 2022 var af­hjúpuð í gær við há­tíð­lega at­höfn í Hafnar­húsinu og stendur sölu­tíma­bil hennar til 23. desember. Lista­maður kær­leiks­kúlunnar í ár er þýska lista­konan Karin Sander en verk hennar heitir Kúla með stroku. Styrktar­fé­lag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að Kær­leiks­kúlunni frá árinu 2003 og sú í ár er tuttugasta út­gáfa kúlunnar.

Karin hefur verið við­loðandi ís­lenskt lista­líf síðan snemma á tíunda ára­tugnum og er í dag einn fremsti og af­kasta­mesti lista­maður sinnar kyn­slóðar. Verk hennar hafa verið sýnd um heim allan og finnast í opin­berum söfnum og safn­eignum víða um lönd en hún verður full­trúi Sviss á á­tjánda al­þjóð­lega arki­tektúr­tví­æringnum í Fen­eyjum á komandi ári.

Auk Kær­leiks­kúl­unnar í ár hefur lista­maðurinn Karin Sander einnig út­búið og gefið Styrktar­fé­lagi lamaðra og fatlaðra sér­stakt verk sem kemur út í að­eins tuttugu ein­tökum í til­efni af 20 ára út­gáfu­ári Kær­leiks­kúlunnar sem verður kynnt við opinn við­burð í i8 næsta föstu­dag, 9. desember, klukkan 17.

Til­gangurinn með sölu Kær­leiks­kúl­unnar er að auðga líf fatlaðra barna og ung­menna, með því að efla starf­semi Reykja­dals í Mos­fells­dal sem Styrktar­fé­lagið á og rekur á­samt Æfinga­stöðinni í Reykja­vík. Allur á­góði af sölu kúlunnar rennur ó­skiptur til starf­semi sumar­búðanna í Reykja­dal.

Karin Sander hefur verið við­loðandi ís­lenskt lista­líf síðan snemma á tíunda ára­tugnum og er í dag einn fremsti og af­kasta­mesti lista­maður sinnar kyn­slóðar.
Mynd/Martin Lauffer