Skepta var með svarta lambhúshettu á höfðinu og klæddur í hvítan bol frá 66°Norður á sviðinu. Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grimetónlistarstefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en þetta eru fyrstu sólótónleikar stjörnunnar á Íslandi. Hann hefur slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd.