Neil Basu, fyrr­verandi yfir­maður hryðju­verka­deildar Lundúna­lög­reglunnar, segir að her­toga­ynjunni af Sus­sex, Meg­han Mark­le, hafi borist al­var­legar og trú­verðugar hótanir meðan hún bjó enn­þá á Bret­lands­eyjum.

Þetta segir Basu í nýju við­tali við Channel 4. Hann segir að um ó­geðs­legar hótanir hafi verið að ræða sem lög­regla hafi metið að væru ekki bara orðin tóm.

Basu hefur áður talað opin­ber­lega um ógnina af hægri öfga­hyggju og mögu­legum voða­verkum frá ein­stak­lingum sem að­hyllast hana. Segir hann að hótanir hafi borist frá ein­stak­lingum sem að­hyllast þá hug­mynda­fræði og nokkrir hafi verið sóttir til saka á sínum tíma.

Eigin­maður Meg­han, Harry Breta­prins, hefur sjálfur talað opin­skátt um að hann vilji halda fjöl­skyldu sinni eins fjarri sviðs­ljósinu og mögu­legt er.

Hann hefur sakað bresku slúður­pressuna um að bera að hluta til á­byrgð á dauða móður sinnar, Díönu prinsessu, í París sumarið 1997. Þá hefur hann talað um að honum finnist fjöl­skyldan ekki vera örugg á Bret­lands­eyjum.