Donald Trump Banda­ríkja­for­seti fór ekki fögrum orðum um Óskars­verð­launin á fjölda­fundi sínum í Col­or­ado í gær en það var aðal­lega vel­gengni kvik­myndarinnar Parasite á verð­laununum sem fór fyrir brjóstið á honum. „Meðan ég man, hversu slæm voru Óskars­verð­launin í ár,“ sagði Trump og upp­skar mikil við­brögð frá salnum.

„Og sigur­vegarinn er kvik­mynd frá Suður Kóreu! Hvað í and­skotanum á það að þýða? Við eigum í nógu miklum vand­ræðum með Suður Kóreu þegar kemur að við­skiptum, í ofan­á­lag er þeim veitt verð­laun fyrir bestu kvik­mynd ársins,“ sagði Trump áður en hann spurði við­stadda hvort kvik­myndin hafi verið góð. Parasite hlaut samtals fjögur Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn og handrit.

Því næst lýsti for­setinn á­kveðinni for­tíðar­þrá og óskaði eftir að fleiri kvik­myndir væru eins og Gone With the Wind og Sun­set Boulevard en báðar myndirnar eru meira en sjö­tíu ára gamlar. Kvikmyndaverið sem sér um dreifingu myndarinnar í Parasite lét þó ekki ummæli forsetans yfir sig ganga og skutu á forsetan um af hverju hann skildi ekki myndina. „Skiljanlega. Hann kann ekki að lesa.“

Óánægður með þakkarræðu Brad Pitt

„Síðan erum við með Brad Pitt. Ég hef aldrei verið mikill að­dáandi hans,“ sagði Trump næst um leikarann sem hlaut Óskars­verð­laun fyrir hlut­verk sitt í myndinni Once Upon a Time in Hollywood en Pitt nýtti ræðuna sína til að vekja at­hygli á réttar­höldunum gegn Trump innan öldunga­deildar Banda­ríkja­þings.

Það sem hefur lík­legast vakið mest við­brögð hjá Trump voru um­mæli Pitt um fyrrum öryggis­ráð­gjafa Banda­ríkjanna, John Bol­ton, sem er talinn hafa upp­lýsingar um meint em­bættis­brot Trump. Pitt sagði að þrátt fyrir að tíminn sem honum var út­hlutað fyrir þakkar­ræðu sína hafi verið naumur hafi það verið meiri tími en Bol­ton fékk innan öldunga­deildarinnar.

„Hann stóð upp og sagði ein­hverja brandara. Litli brandara­kall. Hann er lítill brandara­kall,“ sagði Trump um Pitt. Fjöl­margir net­verjar hafa nýtt tæki­færi til að hrósa Pitt fyrir ræðuna og virðist hann njóta mikils stuðnings hjá and­stæðingum for­setans.