Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona fyrrum Bandaríkjaforseta Donald Trump var í dag lögð til hinstu hvílu í New York.
Fjölskyldan hennar var samankomin fyrir jarðarförina sem var haldin í St. Vincent Ferrer Catholic Church í Manhattan.
„Hún hafði gáfurnar, hún hafði fegurðina. Hún var holdgervingur Ameríska draumsins,“ sagði Eric Trump, sonur hennar í jarðarförinni.
Donald Trump, eiginkona hans Melaine og sonur þeirra Barron sátu ein á fremsta bekk, Ivönu til heiðurs.

Ivana Trump lést 73 ára á heimili sínu í New York. Talið er að hún hafi látist vegna hjartaáfalls. Hún var fyrrverandi eiginkona Donalds Trump.
Hún fæddist í Tékkóslóvakíu, en flutti til Bandaríkjanna og giftist Trump árið 1977, en þau skildu árið 1992 í kjölfar framhjáhalds hans.
Ivana og Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi eignuðust þrjú börn saman, þau Donald, Ivönku og Eric.
Hún giftist þrisvar eftir hjónaband sitt með Donald Trump.



