I­vana Trump, fyrr­verandi eigin­kona fyrrum Banda­ríkja­for­seta Donald Trump var í dag lögð til hinstu hvílu í New York.

Fjöl­skyldan hennar var saman­komin fyrir jarðar­förina sem var haldin í St. Vincent Fer­rer C­at­holic Church í Man­hattan.

„Hún hafði gáfurnar, hún hafði fegurðina. Hún var holdgervingur Ameríska draumsins,“ sagði Eric Trump, sonur hennar í jarðar­förinni.

Donald Trump, eigin­kona hans Mela­ine og sonur þeirra Bar­ron sátu ein á fremsta bekk, I­vönu til heiðurs.

Donald og Melania Trump.
Fréttablaðið/Getty

I­vana Trump lést 73 ára á heimili sínu í New York. Talið er að hún hafi látist vegna hjarta­á­­falls. Hún var fyrr­verandi eigin­­kona Donalds Trump.

Hún fæddist í Tékkó­­slóvakíu, en flutti til Banda­­ríkjanna og giftist Trump árið 1977, en þau skildu árið 1992 í kjöl­far fram­hjá­halds hans.

I­vana og Banda­­ríkja­­for­­setinn fyrr­verandi eignuðust þrjú börn saman, þau Donald, I­vönku og Eric.

Hún giftist þrisvar eftir hjóna­band sitt með Donald Trump.

Donald Trump jr. og fjölskylda.
Fréttablaðið/Getty
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner.
Fréttablaðið/Getty
Donald Trump.
Fréttablaðið/Getty
Eric Trump hélt ræðu í jarðaför móður sinnar.
Fréttablaðið/Getty