Kynningar

TREO – skjót verkun við mígreni og tilfallandi verkjum

TREO freyðitöflur sem innihalda asetýlsalicýlsýru og koffín eru ætlaðar við mígreni og vægum verkjum og er lyfið leyst upp í hálfu glasi af vatni. TREO freyðitöflur eru lyf sem fæst án lyfseðils í apótekum. ➛2

Mígreni er höfuðverkur sem kemur í köstum og lýsir sér oft í æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst. Mígreniköst geta staðið allt frá nokkrum klukkustundum og upp í sólarhring. TREO freyðitöflur eru ætlaðar við mígreni og einnig vægum verkjum eins og höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, tíðaverkjum og tannpínu. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára án samráðs við lækni og aldrei ef þau eru með hita.

Skjótvirk freyðitafla

„TREO freyðitöflur eru verkjalyf og innihalda asetýlsalicýlsýru, en einnig innihalda þær koffín sem eykur verkjastillandi áhrif acetýlsalisýlsýru,“ segir Særós Ester Leifsdóttir, lyfjatæknir hjá Icepharma. „Freyðitöflur leysast hraðar upp í líkamanum heldur en hefðbundnar töflur, og næst því hámarksvirkni eftir u.þ.b. hálfa klukkustund.“ TREO freyðitöflur eru auðveldar í inntöku og getur því lyfið hentað vel þeim sem eiga erfitt með að gleypa töflur eða hylki.

Gott að hafa í huga

TREO freyðitöflur eru til í tvenns konar pakkningum. Annars vegar er TREO til í stauk sem inniheldur 20 freyðitöflur og einnig kassa sem inniheldur þrjá stauka. TREO freyðitöflur eru eitt af fáum lausasölulyfjum sem ætluð eru við mígreni og gefa skjóta verkun. Þegar nota á TREO við vægum verkjum skal leysa upp 1-2 freyðitöflur í ½ glasi af vatni 1-4 sinnum á sólarhring. Við mígreni skal leysa upp 2 freyðitöflur í ½ glasi af vatni 1-4 sinnum á sólarhring. Passa þarf að taflan sé alveg uppleyst áður en lyfið er tekið inn. Nota má TREO freyðitöflur að hámarki í 10 sólarhringa í mánuði.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. MEDA AB. MEO180603 – júní 2018

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Hundrað ára reynsla í bílasölu

Kynningar

Með tæknibúnað í níutíu prósent seiðastöðva laxeldis

Kynningar

Auðvelda skráningu dýra

Auglýsing

Nýjast

Guns N' Roses í Svíþjóð: „Þeir voru stór­kost­legir“

Georg prúð­búinn á fimm ára af­mælis­deginum

Framandi og kunnug­legt í bland í Skeifunni

Ferskt og gott salat

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Harðkjarni og hiphop í portinu á Prikinu

Auglýsing