Banda­ríski leikarinn John Tra­volta minntist heitinnar eigin­konu sinnar, Kel­ly Preston, í dag en hún hefði fagnað 58 ára afmæli sínu í dag. „Til hamingju með daginn ástin,“ skrifaði Tra­volta á Insta­gram.

„Ég fann mynd úr brúð­kaupi mömmu og pabba. Það var indælt að sjá okkar mynd við hlið þeirra. Ástar­kveðjur John,“ skrifaði Travolta undir mynd úr brúðkaupunum tveimur.

Hélt veikindunum leyndum

Preston lést í júlí á þessu ári eftir tveggja ára bar­áttu við brjósta­krabba­mein. Hún kaus að fara leynt með veikindi sín og vissi al­menningur ekki af krabba­meininu fyrr en hún lést.

Hjónin höfðu verið gift í yfir 28 ár og áttu saman þrjú börn, þau Jett, Ellu og Benja­min. Jett Tra­volta lést árið 2009, þá einungis 16 ára gamall, þegar hann fékk flog í fríi fjöl­skyldunnar á Bahama­eyjum.