Tónlistarmaðurinn Travis Barker, eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian liggur á spítala með brisbólgu.

Samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ telja læknar að rekja megi bólguna til ristilspeglunar sem hann fór í á dögunum.

Í gær var greint frá því að Barker hafði verið fluttur í flýti á West Hills-sjúkra­húsið í Los Angeles. Læknar virðast hafa metið á­stand hans al­var­legt því hann var fluttur með sjúkra­bíl á Cedars Sinai-sjúkra­húsið með eigin­konu sína sér við hlið.

Dóttir Baker, Alabama Luella Barker, þakkar fylgjendum sínum fyrir að hafa beðið fyrir pabba hennar eftir að hún óskaði eftir því á Instagram í gær.

Aðeins er rúmur mánuður síðan parið gifti sig á Portofino á Ítalíu, en það var í þriðja sinn sem þau játuðust hvort öðru.