Sænska söng­konan og laga­höfundurinn Tove Lo kemur til með að halda tón­leika í Hörpu í ágúst en söng­konan hefur meðal annars verið til­nefnd til Gram­my verð­launa fyrir tón­list sína. Hún er hvað best þekkt fyrir lagið Habits (Stay High) en hefur einnig samið fjöl­mörg lög fyrir ýmsa tón­listar­menn.

„Tove Lo kom fyrst fram á sjónar­sviðið árið 2014 með fyrstu plötunni sinni Qu­een of the Clouds sem sló í gegn og varð gríðarvin­sæl í heiminum öllum,“ segir í til­kynningu um tón­leikana en hún gaf síðast út plötuna Suns­hine Kitty í fyrra.

Tón­leikarnir verða 12. ágúst næstkomandi í Silfur­bergi í Hörpu og hefst miða­sala 25. febrúar á harpa.is og tix.is.