Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í Reykjavík til sölu.
Íbúðin er 48 fermetrar að stærð og skiptist í forstofu, eldhús, svefnberbergi, baðherbergi og geymslu.
Húsið er byggt árið 1933 en íbúðin var gerð upp árið 2017.
Litagleðin ræður ríkjum á heimilinu og má þar nefnan marglita borðstofustóla, gult og appelsínugula liti á veggjum og flísum í eldhúsi, appelsínugulur sófi og bleikt rúmteppi.
Þess má til gamans geta að raunveruleikastjarnan og rapparinn Bassi Maraj var leigjandi íbúðarinnar.

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun

Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun