Lífið

Tónlistarkonan Árný sendir frá sér nýtt lag á Valentínusardaginn

Árný segist vera lélegur daðrari. Fréttablaðið/Stefán

Tónlistarkonan Árný gefur út nýtt lag á morgun, en það mun vera sjálfur Valentínusardagurinn. Lagið fjallar að sjálfsögðu um ástina – eða „löngunina í að tjá ástríðu og þrá“, svona í takt við daginn sem það kemur út á og mun það nefnast Higher.

„Ég hef alltaf verið einstaklega léleg að daðra og mín taktík hefur mestmegnis einkennst af því að hundsa alfarið þann sem ég hef augastað á. Higher fjallar um einhvers konar þrá eftir að þora að tjá tilfinningar sínar og vera heiðarlegur við sjálfan sig. Mér fannst því einkar viðeigandi að lagið kæmi út á Valentínusardaginn þar sem umfjöllunarefnið tónar svo vel við daginn,“ segir Árný um umfjöllunarefni Higher.

Þetta er annað lagið sem Árný gefur út af og mun vera á komandi breiðskífu sem er væntanleg frá henni síðar á þessu ári. Fyrsta lagið var Nowhere I’d Rather Be sem kom út í nóvember síðastliðnum og hefur það verið í nokkurri spilun á öldum ljósvakans og hinum og þessum streymisveitum.

Higher dettur inn á Spotify á morgun, miðvikudag, og einnig allar aðrar streymisveitur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Sækir innblástur í menningu og popplist

Lífið

Gylfi skipulagði afmæli Alexöndru

Fólk

Álfabikarinn er valdeflandi

Auglýsing

Nýjast

Dagur örvhentra er í dag

Milljarðamærin sem á allt fékk meira

Söngkonan Aretha Franklin sögð við dauðans dyr

Ís­kaldur Helgi Steinar slær í gegn: Yfir­lið í Edin­borg

Hlýleg íbúð í Hafnarfirðinum

Ástfangin oft á dag

Auglýsing